Skilmálar um sölu og afhendingu (B2B)

1. hluti: Almenn skilyrði

 

SKILGREININGAR

Þessir skilmálar um sölu og afhendingu („skilmálarnir“) gilda um alla samninga sem gerðir eru við Tick Cad ehf. vegna afhendingar á hvers kyns búnaði, hugbúnaði og þjónustu („það sem afhent er“), nema annað komi fram í skriflegum samningi samningsaðila. Skilyrðin gilda, burtséð frá því hvort samningur er gerður á internetinu, í netverslun, með tölvupósti, um síma eða á annan hátt.

 Tick Cad ehf. hefur rétt til þess að breyta skilmálunum án fyrirvara vegna samninga og afhendingar til framtíðar litið. Á vefsetri Tick Cad ehf. eru birtir þeir skilmálar sem gilda hverju sinni.

 Með orðinu „viðskiptavinurinn“ er átt við viðsemjanda Tick Cad ehf. vegna gerðs samnings um afhendingu búnaðar, hugbúnaðar og/eða þjónustu.

 Með orðinu „samningsaðilar“ er átt við Tick Cad ehf. og viðskiptavininn.

 Með orðinu „samningurinn“ er átt við þann skriflega samning sem samningsaðilar hafa gert um að Tick Cad ehf. afhendi viðskiptavininum búnað, hugbúnað og/eða þjónustu.

 Með orðinu „upphafsdagur“ er átt við þann dag sem samningur um afhendingu standandi framlags tekur gildi.

 Með skammstöfuninni „SLA“ er átt við sértilgreind umsamin samningsmarkmið.

 

AÐ SAMNINGSBINDA SIG OG BREYTA UMSÖMDUM ÞJÓNUSTUÞÁTTUM

Svo er litið á að viðskiptavinurinn og Tick Cad ehf. hafi gert með sér samning þegar Tick Cad ehf. hefur sent viðskiptavininum skriflega staðfestingu á pöntun í tölvupósti. Fram kemur í staðfestingu á pöntun hvaða útgáfa skilmálanna á við um samninginn.

Sé pöntun lögð fram með heimsókn á vefsetur Tick Cad ehf. býr kerfið sjálfkrafa til staðfestingu á móttöku sem send er í tölvupósti. Þetta er eingöngu rafræn kvittun fyrir móttöku pöntunarinnar.

 

UMBOÐ TIL ÞESS AÐ GERA SAMNINGINN

Tick Cad ehf. lítur svo á að sá sem hverju sinni ber ábyrgð á upplýsingatækni eða hefðbundinn tengiliður hjá viðskiptavini hafi að öllu leyti umboð til þess að geta komið fram fyrir hönd viðskiptavinarins gagnvart Tick Cad ehf., þar með talið að leggja fram pantanir og jafnframt að gera breytingar á áður gerðum samningi.

 

UMSAMIÐ FRAMLAG

Það sem afhent er getur verið þjónustuframlag (samkvæmt greiðslu tímagjalds eða sem standandi þjónusta), búnað og/eða hugbúnað. Í inngangi 2. til 4. kafla í skilmálunum er að finna nánari skilgreiningar á hinum ýmsu flokkum þjónustuframlags.

Það sem afhent er er nánar skilgreind í samningnum. Samningurinn felur í sér heildarlýsingu á því sem afhent er og þeim kröfum sem gera má til þess sem afhent er. Tick Cad ehf. áskilur sér fullan rétt til þess að breyta umsömdum tæknilýsingum, en þegar það gerist ábyrgist Tick Cad ehf. að lágmarki samsvarandi virkni og afköst.

Viðskiptavinurinn getur eingöngu vísað til innihalds í staðfestingum pantana sem grundvallar þess sem afhent er. Viðskiptavinurinn getur hvorki vísað til upplýsinga í kynningarritum, auglýsingum, fyrri tilboðum, á netinu eða sem gefnar eru munnlega, sem ekki eru tilgreindar í staðfestingu pöntunar/samningi, né krafist þess að þær gildi.

Sé viðskiptavinurinn með ákveðnar væntingar eða geri þannig kröfur til þess sem afhent er, ber viðskiptavinurinn sjálfur ábyrgð á því að lýsa þeim í samningnum. Viðskiptavinurinn skal tilgreina skriflega samþættingu við vörur sem til eru fyrir, kröfur um kennistærðir uppsetningar o.s.frv. og fella það inn í samninginn.

Tick Cad ehf. ber ábyrgð á því að skila því sem afhent er í samræmi við umsamdar tæknilýsingar og að uppfylla kröfur um gæði vöru og/eða þjónustu í samræmi við samninginn.

 

 SKULDBINDINGAR Tick Cad ehf.

Tick Cad ehf. er skuldbundið til þess að standa við samninginn af trúnaði og samkvæmt þeim skilyrðum sem í honum er að finna. Tick Cad ehf. skal veita viðskiptavininum ráðgjöf þegar viðskiptavinurinn leitar eftir því í tengslum við framkvæmd verkefna sem viðskiptavinurinn þarf að vinna. Tick Cad ehf. getur vísað á þriðja aðila, búi Tick Cad ehf. ekki yfir úrræðum verkefni á sviði sem varðar verkefni viðskiptavinarins.

 Tick Cad ehf. skal bjóða fram úrræði með fullri hæfni við framkvæmd þess sem afhent er. Tick Cad ehf. getur hvenær sem er skipt um úrræði, þar með talin nafngreind úrræði, sem boðin eru samkvæmt samningnum, og boðið önnur samsvarandi úrræði.

 Það sem afhent er skal framkvæmt í samræmi við góðar viðskiptavenjur og með hliðsjón af umsömdum tæknilýsingum.

 

SKULDBINDINGAR VIÐSKIPTAVINARINS

Viðskiptavinurinn skal gefa Tick Cad ehf. kost á aðgangi að starfsfólki með fullnægjandi hæfni í tengslum við framkvæmd þess sem afhent er og að veita Tick Cad ehf. allar þær upplýsingar og efni, ef við á, sem nauðsynlegt er svo Tick Cad ehf. geti staðið við skuldbindingar sínar. Viðskiptavininum ber að tryggja að upplýsingar séu réttar og að þeir einstaklingar sem viðskiptavinurinn kallar til málsins hafi fullnægjandi þekkingu á kröfum og upplýsingatæknikerfi viðskiptavinarins og að þeir geti tekið nauðsynlegar ákvarðanir án óþarfa tafa.

Viðskiptavinurinn skal ábyrgjast að upplýsingatækniumhverfi viðskiptavinarins sé notað í samræmi við gildandi reglur og góðar UT-hefðir. Viðskiptavinurinn skal einkum framfylgja ráðleggingum Tick Cad ehf. varðandi tæknilegar og rekstrarlegar kringumstæður og hafa samskipan sem ræður við uppfærslur hugbúnaðar sem er á vegum rekstrar- eða hýsingarþjónustu Tick Cad ehf..

Viðskiptavinurinn stendur straum af öllum kostnaði við breytingar á samskipan og kerfi sem rekja má til breytinga á hugbúnaði sem starfræktur/hýstur er samkvæmt samningnum.

Viðskiptavinurinn skal tryggja að hægt sé að nettengjast þáttum í tölvukerfi viðskiptavinarins utan húsnæðis Tick Cad ehf. í samræmi við tæknilýsingar Tick Cad ehf.. Viðskiptavinurinn skal einnig veita Tick Cad ehf. aðgang að viðeigandi aðstöðu og úrræðum þegar afhending fer fram hjá viðskiptavininum.

 

VERÐ

Verk samkvæmt tímaútreikningi:

Komi ekkert annað fram í samningi er Tick Cad ehf. heimilt að gera viðskiptavini reikning fyrir unnin verk samkvæmt tímaútreikningi á grundvelli raunverulegrar skráðrar tímanotkunar. Sé um að ræða ferð á aðsetur viðskiptavinarins er reikningsfært kílómetraverð og er ferðatíminn innifalinn í því. Í verðlista Tick Cad ehf., sem hægt er að fá í hendur með því að snúa sér til Tick Cad ehf., er að finna það kílómetraverð sem er í gildi hverju sinni. Tick Cad ehf. skal jafnóðum vinna viðeigandi skjalfestingu á umfangi afhentra verka samkvæmt tímaútreikningi í formi vinnukorts, stimpilkorts eða þess háttar. Sé tímaverð ekki tilgreint í samningnum, gildir verðlisti Tick Cad ehf. eins og hann var þegar samningurinn var gerður. Hægt er að snúa sér til Tick Cad ehf. hvenær sem er með beiðni um að fá í hendur verðlistann.

Fast verð:

Hafi verið samið um fast verð er gert ráð fyrir því að umsamin verk séu unnin á almennum vinnutíma, sbr. lið 38, nema annað sé tilgreint í samningi. Sé ekki hægt að vinna verkið á almennum vinnutíma og hafi ekki verið um annað samið, hefur Tick Cad ehf. rétt á að krefjast yfirvinnugreiðslna sem reiknaðar eru út í samræmi við gildandi verðlista Tick Cad ehf. hverju sinni. Fast verð byggist á þeim upplýsingum og lýsingum sem er að finna í samningnum.

Verði Tick Cad ehf. síðar vart við kringumstæður sem hafa áhrif á mat Tick Cad ehf. á því sem afhent er, og sem Tick Cad ehf. gæti ekki hafa vitað af áður, getur Tick Cad ehf. lagfært verð í samræmi við þessar nýju kringumstæður. Sé svo, ber Tick Cad ehf. að tilkynna viðskiptavininum hvernig þessar upplýsingar hafi áhrif á umsamið verð. Ef viðskiptavinurinn vill að verkið sé stöðvað í ljósi þessara upplýsinga, skal það tilkynnt Tick Cad ehf. skriflega og greiðir þá viðskiptavinurinn aðeins fyrir þá tíma sem unnir hafa verið, þar til Tick Cad ehf. fær í hendur beiðni um stöðva afhendinguna.

Verðáætlun:

Sé verk ekki unnið fyrir fastákveðið verð getur viðskiptavinurinn gert kröfu um verðáætlun. Áætlunin byggist á þeim tæknilýsingum í samningnum og þeirri vitneskju sem Tick Cad ehf. hefur um afhendinguna þegar samningurinn er gerður og er ekki bindandi fyrir Tick Cad ehf.. Fari verð umtalsvert fram úr því sem áætlað var skal viðskiptavininum tilkynnt um það svo samningsaðilar geti samið um óhjákvæmilegar afleiðingar þess. Tick Cad ehf. er undanþegið ábyrgðarskyldu, nema umframverð megi rekja til alvarlegrar vanrækslu Tick Cad ehf., vilji viðskiptavinurinn ekki halda verkinu áfram eftir að farið hefur verið fram úr verðáætlun. Við þær aðstæður skal viðskiptavinurinn greiða fyrir þá tímavinnu sem unnin hefur verið að beiðni viðskiptavinar um að binda endi á afhendinguna.

Standandi þjónusta:

Viðskiptavinurinn skal greiða mánaðargjald frá þeim degi sem samningurinn tekur gildi („upphafsdegi“). Sé upphafsdagurinn ekki sá 1. í mánuði er gjald fyrir fyrsta mánuðinn reiknað út hlutfallslega á grundvelli virkra daga í mánuðinum. Viðskiptavinurinn skal, auk mánaðargjaldsins, greiða önnur gjöld sem tilgreind eru í samningi samningsaðila ásamt standandi þjónustu, þegar um hana er beðið. Hægt er að gera breytingar á umsömdu gjaldi með hliðsjón af umsömdum kennistærðum í samningi. Breytingar á gengisskráningu, gjöld, tryggingar, flutnings- og innkaupakostnaður, þar með talin leyfisgjöld til þriðja aðila, ásamt öðrum kringumstæðum sem Tick Cad ehf. hefur ekki stjórn á, geta þar að auki heimilað Tick Cad ehf. að breyta umsömdu mánaðargjaldi fyrirvaralaust.

Útlagður kostnaður:

Útlagður kostnaður o.fl. er ekki innfalinn í föstum eða áætluðum gjöldum og því ber að greiða hann sérstaklega. Tick Cad ehf. er heimilt að krefjast greiðslu fyrir allan útlagðan og væntanlegan kostnað, þar með talið flutningur, fæði og húsnæði. Greitt er fyrir akstur samkvæmt útgefnum töflum ferðakostnaðarnefndar ríkisins.

Seinkun á greiðslu:

Sé um seinkun á greiðslu að ræða hefur Tick Cad ehf. heimild til þess að innheimta vexti frá gjalddaga sem nema 2% á mánuði, auk innheimtukostnaðar að upphæð kr. 200,00 fyrir hvert sent innheimtubréf, þó að hámarki 3 innheimtubréf. Séu greiðslur ekki inntar af hendi í tíma hefur Tick Cad ehf. einnig heimild til þess að stöðva um stundarsakir eða halda eftir því sem afhenda skal eða hlutum þess og/eða segja samningnum upp að öllu leyti eða að hluta til með skriflegri tilkynningu til viðskiptavinarins. Viðskiptavinurinn ber auk þessa ábyrgðarskyldu í samræmi við almennar reglur danskra laga.

Vanefndir kaupanda

Sniðgangi viðskiptavinurinn það að taka á móti því sem afhenda skal á umsömdum degi, skal viðskiptavinurinn engu að síður skila greiðslu eins og afhending hafi átt sér stað. Tick Cad ehf. skal ábyrgjast að það sem afhent er sem varðveitt á kostnað og ábyrgð viðskiptavinarins í samræmi við almennar reglur danskra laga um vanefndir kaupanda.

 

SKJALFESTING OG LEIÐBEININGAR

Tick Cad ehf. lætur ekki útbúa skjalfestingu afhendingar nema um það sé samið og það nánar tilgreint í samningnum. Þegar búnaður/staðlaður hugbúnaður er afhentur fylgja þá vörulýsingar og leiðbeiningar um notkun (á dönsku eða ensku), hafi framleiðandi látið semja þannig gögn og afhendi þau.

 

AFHENDING OG AFHENDINGARTÍMI

Í samningnum er að finna umsamda afhendingartíma. Hafi ekki verið samið um afhendingartíma getur hvor samningsaðila sem er með sanngjörnum fyrirvara krafist þess skriflega að staðið sé við samninginn. Sé samið um afhendingartíma er hann áætlaður og afhending getur átt sér stað í áföngum.

Staðlaður hugbúnaður og búnaður:

Hafi ekki verið um annað samið er litið svo á að afhending staðlaðs hugbúnaðar og búnaðar hafi átt sér stað þegar búnaður og/eða staðlaður hugbúnaður hafi verið afhentur eða sendur frá vörugeymslu Tick Cad ehf. (ex works) eða viðskiptavininum veittur aðgangur að honum á netinu. Tick Cad ehf. ber enga ábyrgð á uppsetningu, gangsetningu o.s.frv. nema annað komi fram í samningnum. Tick Cad ehf. getur skipulagt flutninginn á kostnað og ábyrgð viðskiptavinar, fari hann fram á það. Sé sú leið valin er litið svo á að afhending hafi átt sér stað þegar Tick Cad ehf. afhendir flytjanda búnað eða hugbúnað. Eigi Tick Cad ehf. samkvæmt samningi við viðskiptavininn að annast uppsetningu búnaðarins er litið svo á að afhending fari fram þann dag sem vörurnar eru fengnar viðskiptavininum í hendur á umsömdum afhendingarstað. Hvað staðlaðan hugbúnað varðar er litið svo á að afhending fari fram á þeirri stundu sem staðlaði hugbúnaðurinn hefur verið settur upp í UT-umhverfi viðskiptavinarins. Viðskiptavinurinn tekur alltaf á sig ábyrgð á búnaði og stöðluðum hugbúnaði við afhendingu.

Verk samkvæmt tímaútreikningi:

Verk samkvæmt tímaútreikningi eru afhent jafnóðum eftir því sem Tick Cad ehf. skilar þeim. Eigi að forrita eða vinna verkefni með raunverulegri ábyrgð á árangri er litið svo á að afhending hafi átt sér stað þegar það sem afhenda á hefur verið fengið viðskiptavininum eða samstarfsaðilum viðskiptavinarins til notkunar.

Standandi þjónusta:

Svo er litið á að standandi þjónusta sé hafi verið afhent þegar viðskiptavinurinn tekur umsamda þjónustuþætti í notkun.

 

TAFIR OG FRESTANIR

Geri annar samningsaðila sér grein fyrir því að honum geti seinkað við að uppfylla skyldur sínar samkvæmt samningnum, skal viðkomandi tilkynna hinum samningsaðilanum það án ástæðulausra tafa. Samstarfsaðilar skulu í framhaldi af því reyna af trúmennsku og fremsta megni að lágmarka seinkunina og skaðleg áhrif hennar.

Uppfylli viðskiptavinurinn ekki skyldur sínar í samræmi við samninginn eða kemur á annan hátt í veg fyrir að Tick Cad ehf. geti uppfyllt skyldur sínar af ástæðum sem rekja má til viðskiptavinarins, getur Tick Cad ehf. krafist þess að fresta framkvæmd afhendingar sem nemur tímalengd tafarinnar ásamt því að fá sanngjarnan tíma til ræsingar að töf lokinni. Engu skiptir þótt Tick Cad ehf. krefjist þess að fresta tilskyldum afhendingartímum, Tick Cad ehf. hefur einnig rétt á því að fá bættan viðbótarkostnað sem rekja má til þess að ekki var hægt að afhenda úrræði Tick Cad ehf. á besta mögulega hátt.

Megi einkum rekja seinkunina til kringumstæðna hjá viðskiptavini, falla umsamdar greiðslur í gjalddaga á áður ákveðnum tímum, jafnvel þótt þau verkefni, þrep, áfangar og prófanir, sem átti að greiða fyrir, hafi enn verið komið til framkvæmda.

Hvor samningsaðili fyrir sig hefur leyfi til þess að framlengja alla umsamda fresti, sem samið hefur verið um, með 2 virkra daga fyrirvara. Mögulegt er að framlengja alls um 20 virka daga. Notfæri samningsaðili sér rétt sinn til þess að fresta, leiðir það til þess að ekki er litið á það sem seinkun af hálfu viðkomandi á tímabili frestunarinnar.

 

ÁBYRGÐ Á AFHENDINGUM OG KVÖRTUNARRÉTTUR

Tick Cad ehf. ber aðalábyrgð á því að staðið sé við samninginn á réttan hátt og á réttum tíma í samræmi við umsamdar tæknilýsingar. Tick Cad ehf. hefur einnig frumkvæðisskylduna samkvæmt samningnum. Um er að ræða ágalla á sendingu ef það sem afhent er uppfyllir ekki samningsbundnar tæknilýsingar, nema sé um að ræða smávægileg frávik sem ekki koma í veg fyrir að viðskiptavinurinn geti notað það sem afhent er til þess sem því er ætlað.

Athygli viðskiptavinarins er að öðru leyti vakin á takmarkaðri ábyrgð Tick Cad ehf. á vörum frá þriðja aðila:

Sé það sem afhent er ekki í samræmi við samningsbundnar tæknilýsingar, og megi rekja það til skekkju eða ágalla í vörum frá þriðja aðila, sem Tick Cad ehf. vissi ekki af eða hefði ekki átt að vita af á þeim tíma sem samningurinn var gerður, ber Tick Cad ehf. einungis skylda til þess að vísa á viðeigandi og sanngjarna leið fram hjá skekkjunni/ágallanum og að tilkynna viðeigandi birgi afurða frá þriðja aðila um skekkjuna/ágallann með beiðni um úrbætur.

Verk samkvæmt tímaútreikningi:

Viðskiptavinurinn ber ábyrgð á því að kanna það sem afhent er og að tilkynna Tick Cad ehf. umsvifalaust um mögulega ágalla. Kvörtun skal undir öllum kringumstæðum lögð fram skriflega til Tick Cad ehf. í seinasta lagi einum mánuði eftir framkvæmd. Tick Cad ehf. skal hefja úrbætur ágalla innan sanngjarns tíma frá því að fyrirtækið fékk í hendur ýtarlega kvörtun viðskiptavinarins.

Sé ekki hægt að bæta úr ágöllunum vegna eðlis þess sem afhent var, eða ef Tick Cad ehf. metur það svo að ekki sé hægt að bæta úr þeim innan sanngjarns frests eða vegna kostnaðar, getur Tick Cad ehf. þess í stað, með fullri og endanlegri ákvörðun, gefið viðskiptavininum hæfilegan afslátt af verði þess sem afhent var með ágöllum eða að endurgreiða gjaldið fyrir verk með ágalla samkvæmt tímaútreikningi, geti viðskiptavinurinn ekki notfært sér það vegna ágallans. Sé um umtalsverða ágalla að ræða, getur viðskiptavinurinn slitið samningnum og farið fram á skaðabætur í samræmi við þær takmarkanir sem af skilmálunum leiða.

Standandi þjónusta:

Viðskiptavinurinn ber ábyrgð á því að kanna það sem afhent er og tilkynna birgi umsvifalaust um mögulega ágalla. Kvörtun skal í öllum tilfellum lögð fram skriflega til Tick Cad ehf. í seinasta lagi einum mánuði eftir framkvæmd.

Tick Cad ehf. skal hefja úrbætur ágalla innan sanngjarns tíma frá því að hafa fengið í hendur réttmæta kvörtun viðskiptavinarins. Sé ekki hægt að bæta úr ágöllunum vegna eðlis þjónustunnar, eða ef Tick Cad ehf. metur það svo að ekki sé hægt að bæta úr þeim innan sanngjarns frests eða vegna kostnaðar, getur Tick Cad ehf. þess í stað, með fullri og endanlegri ákvörðun, gefið viðskiptavininum hæfilegan afslátt af verði þess sem afhent var með ágöllum eða að endurgreiða gjaldið fyrir afhendingu með ágalla.

Sé um umtalsverða ágalla að ræða, getur viðskiptavinurinn slitið samningnum fyrirvaralaust og farið fram á skaðabætur í samræmi við þær takmarkanir sem af þessum skilmálum leiða.

Almenn um það sem afhent er í heild sinni:

Hafi ekki verið samið skriflega um annað, á Tick Cad ehf. rétt til greiðslu á grundvelli þessi tíma sem notaður hefur verið til að lagfæra skekkjur/ágalla á vörum/þjónustu sem viðskiptavinurinn hefur fengið í hendur. Tick Cad ehf. hefur alltaf rétt á greiðslum í samræmi við nýttan tíma, þar með talinn tími til skoðana þegar viðskiptavinurinn kvartar yfir ágöllum, og í ljós kemur að ágallinn er ekki til staðar eða ef hann má ekki rekja til Tick Cad ehf. eða kringumstæðna sem Tick Cad ehf. ber ábyrgð á.

Ofangreint er tæmandi lýsing á ábyrgð Tick Cad ehf. í tengslum við afhendingar sem ágallar eru á, og lesa skal ákvæði þetta í samræmi við þær takmarkanir á ábyrgð sem leiða af skilmálunum.

Frestur til að leggja fram kvörtun:

Gera þarf kröfur um nýja afhendingu, úrlausn, hlutfallslegan afslátt, sekt eða bætur vegna ágalla eða ónógrar afhendingar í síðasta lagi einu ári eftir afhendingu.

Byggist afhendingin á standandi þjónustu miðast frestur til að leggja fram kvörtun við þann tíma sem síðasta afhending samfelldrar þjónustu átti sér stað.

 

FYRIRVARI UM EIGNARHALD OG HALDSRÉTT

Það sem afhent er, er selt með fyrirvara um eignarhald og er eign Tick Cad ehf. þar til viðskiptavinurinn hefur greitt allt kaupverðið að viðbættum vöxtum á greiðslur sem fallnar eru í gjalddaga og nauðsynlegum útgjöldum vegna skila. Viðskiptavinurinn öðlast rétt til notkunar þegar skilvirk greiðsla hefur borist. Sé um að ræða niðurstöður vegna verks sem unnið er á tímakaupi eða er afhent sem standandi þjónusta, getur Tick Cad ehf. nýtt sér haldsrétt sinn í ofangreindu þar skilvirk greiðsla hefur borist. Tick Cad ehf. er einnig heimilt að halda síðara framlagi án þess að hægt sé að draga fyrirtækið til ábyrgðar. Hægt er að beita haldsrétti fyrirvaralaust án þess að hægt sé að draga fyrirtækið til ábyrgðar.

 

MÖGULEIKI Á AÐ SKILA GALLALAUSUM VÖRUM

Lýsi Tick Cad ehf. því yfir skriflega að það samþykki að taka við vörum sem skilað er, fylgir því samþykki RMA-auðkenni sem tilgreina þarf á forsíðu endursendingarinnar. Það er forsenda þess að Tick Cad ehf. taki við vörunni að RMA-auðkennið sé tilgreint. Varan verður að vera óopnuð, óskemmd með öllu sem fylgir og í upprunalegum umbúðum. Endursöluverð vörunnar ræður þeirri upphæð sem endurgreidd verður með inneignarnótu, ef við á. Ekki er hægt að skila vörum sem sérstaklega hafa verið framleiddar fyrir kaupanda eða hafa verið fengnar frá öðrum.

 

TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR

Staða viðskiptavinar:

Skyldur Tick Cad ehf. til úrbóta og ábyrgð samkvæmt samningi þessum ná ekki til

  • ágalla sem rekja má til uppsetningar sem aðrir en Tick Cad ehf. annast eða vegna þess að viðskiptavinurinn notar vörurnar í tengslum við aðra fylgihluti/hugbúnað sem beint eða óbeint hefur áhrif á virkni vörunnar,
  • ágalla sem rekja má til breytinga eða aðgerða með vörurnar sem ekki eru framkvæmdar í samræmi við skrifleg fyrirmæli Tick Cad ehf.,
  • ágalla sem rekja má til ófullnægjandi menntunar viðskiptavinarins eða vega þess að vörurnar voru notaðar á annan hátt en lýst er skýrt og greinilega í meðfylgjandi skjalfestingu, eða vegna vanrækslu af hálfu viðskiptavinarins, starfsfólks hans eða þriðja aðila,
  • þess þegar ekki er farið eftir leiðbeiningum og skyldum varðandi framkvæmd Tick Cad ehf. vegna umsaminna afhendinga,
  • þess þegar ekki orðið við þörfum eða óskum um virkni sem ekki er gerð skýr og greinileg grein fyrir í samningi samningsaðila.

Þriðji aðili sem birgir - staðlaður hugbúnaður og vélbúnaður:

Tick Cad ehf. ber ekki ábyrgð á því sem vantar í búnað eða hugbúnað sem Tick Cad ehf. hefur ekki sjálft framleitt, og sem fæst eingöngu hjá Tick Cad ehf.. Tick Cad ehf. tekur það aðeins að sér að koma kvörtun viðskiptavinarins áfram til framleiðanda þannig búnaðar eða hugbúnaðar og réttindi viðskiptavinarins gagnvart framleiðanda byggjast á reglum hans um kvartanir eða ábyrgð.

Takmarkanir á ábyrgð hvað aðra undirverktaka varðar:

Megi rekja ágalla eða seinkun til aðstæðna hjá undirverktökum Tick Cad ehf., sem Tick Cad ehf. gat ekki hafa séð fyrir þegar samningurinn var gerður, er ábyrgð Tick Cad ehf. gagnvart viðskiptavininum takmörkuð á sama hátt og undirverktakinn hefur takmarkað sína ábyrgð gagnvart Tick Cad ehf.. Þess vegna getur Tick Cad ehf. eingöngu borið ábyrgð á ófullnægjandi framlagi eða seinkunum undirverktaka, hafi Tick Cad ehf. annað hvort átt á hafa séð þær aðstæður fyrir við gerð samningsins, eða ef kröfur viðskiptavinarins á Tick Cad ehf. tryggja Tick Cad ehf. réttmætan endurkröfurétt gagnvart undirverktakanum.

Ekki er undir neinum kringumstæðum hægt að krefja Tick Cad ehf. um heildarbætur eða krefjast hlutfallslegs afsláttar sem er að upphæð hærri en heildargreiðslur viðskiptavinarins samkvæmt samningnum. Sé um að ræða standandi þjónustu, gildir þessi takmörkun einnig um árlegt gjald fyrir það framlag.

Tick Cad ehf. tekur ekki á sig ábyrgð vegna óbeins tjóns, afleidds tjóns, tjóns sem rekja má til spilliforrita, rekstrartaps, týndra tölvugagna og útgjalda við að endurheimta gögn ásamt hagnaðartapi og öðru rekstrarlegu tjóni, burtséð frá því hvort rekja megi það til Tick Cad ehf.. Óbeint tjón þýðir meðal annars kostnað í tengslum við ofnotkun innri og ytri úrræða ásamt tjóni vegna greiðslna fyrir yfirvinnu og aukaútgjöld við kaup á viðbótarframlagi.

Tick Cad ehf. ber ábyrgð á vörunni í samræmi við þá ófrávíkjanlegu löggjöf sem um það gildir hverju sinni. Tick Cad ehf. tekur að öðru leyti ekki á sig neina ábyrgð á vörunni.

 

NEYÐARAÐSTÆÐUR (Force Majeure)

Tick Cad ehf. getur ekki tekið á sig ábyrgð vegna seinkana eða vegna afhendingar sem er takmörkuð eða tekst ekki, megi rekja ástæður þess til afbrigðilegra utanaðkomandi aðstæðna sem Tick Cad ehf. gat ekki gert ráð fyrir þegar samningurinn var gerður eða þegar samið var um breytingar á samningnum, þar með talið t.d. stríðsástand, uppreisn, hafnbann, haldlagning, eldsvoði, farsótt, verkfall, verkbann, truflanir í framleiðslu, slái eldingu niður, sé viðvarandi rafmagnsleysi, flóð, netárás eða aðrir ófyrirsjáanlegir atburðir sem samkvæmt dönsku réttarfari er hægt að vísa til sem neyðaraðstæðna („Force Majeure“).

 

AÐ AFLÝSA OG FLYTJA

Hafi viðskiptavinurinn heimild til þess samkvæmt samningnum að aflýsa eða flytja námskeið, ráðgjafaverkefni eða því um líkt, má eingöngu gera það við kringumstæður eins og nánar er skýrt í samningnum. Viðskiptavinurinn þarf að gera sér grein fyrir því að hægt er að gera honum að standa straum af greiðslum, annað hvort að fullu eða að hluta til, í samræmi við upprunalegan samning, en það ræðst af tilkynningu um aflýsingu/flutning.

 

ÁGREININGUR

Samningurinn fellur undir danska löggjöf og leysa skal úr ágreiningi fyrir dómi á aðsetri Tick Cad ehf. eins og það kemur fram í samþykktum fyrirtækisins.

 

SJÁLFSTÆÐI EINSTAKRA GREINA

Fari það svo að litið sé á eitt eða fleiri ákvæði skilmálanna sem ógild, skulu önnur skilyrði engu að síður vera áfram í gildi á milli viðskiptavinarins og Tick Cad ehf., nema að beiting ákvæðanna þaðan í frá gefi ósanngjarnar niðurstöður, þar með taldar niðurstöður sem ganga gegn þeim hagsmunum sem ógildu ákvæðunum var ætlað að vernda eða tryggja.

 

2. hluti: Sérstök ákvæði um hugbúnað

 

VIÐBÓTARSKILMÁLAR

Gerist það að Tick Cad ehf. afhendi viðskiptavininum staðlaðan hugbúnað eða þróar eða lætur þróa kóta eða annað efni o.s.frv. sem hluta samningsins, gilda eftirfarandi ákvæði í 2. hluta sem viðbót við aðra skilmála í ákvæðunum.

 

SKILMÁLAR UM LEYFISVEITINGU OG FORGANGSRÖÐUN ÞEIRRA

Viðskiptavininum hefur verið tilkynnt að notkun þess hugbúnaðar sem afhentur var er háð frekari skilmálum, svo sem ákvæðum um leyfisveitingu, og viðskiptavinurinn er skuldbundinn til þess að afla sér upplýsinga um þessa skilmála og fara eftir þeim.

Skilmálarnir geta verið samþættur hluti hugbúnaðarins. Efni skilmálanna sem varða rétt til notkunar, leiðréttingar og ábyrgð, hafa forgang gagnvart efni skilmálanna.

Viðskiptavinurinn gerir sér grein fyrir því að hugbúnaðurinn nýtur verndar á sama hátt og annað sem verndað er með höfundarrétti og honum ber skylda til þess að framfylgja þeim dönsku reglum sem eru í gildi á hverjum tíma um meðferð hugbúnaðar sem nýtur verndar samkvæmt lögum um höfundarrétt. Komi ekki annað fram í skilmálunum um leyfisveitingu fær viðskiptavinurinn samning sem ekki felur í sér einkarétt og sem er óframseljanlegur til þess að nota hugbúnaðinn innanhúss í fyrirtæki viðskiptavinarins að teknu tilliti til mögulegra takmarkana á notkun fyrirtækja í fyrirtækjasamsteypu og fjölda notenda. Viðskiptavinurinn hefur eingöngu heimild til þess að afrita, breyta, viðhalda og þróa hugbúnaðinn áfram að því marki sem fastákveðið er í ófrávíkjanlegum reglum laga um höfundarrétt eða skilmálum leyfisveitingar.

Viðskiptavinurinn skal ganga úr skugga um að hann verði sér úti um nauðsynleg leyfisréttindi og samþykkir að Tick Cad ehf. eða þriðji aðili geti framkvæmt endurskoðun eða krafist nauðsynlegra upplýsinga með það fyrir augum að sannreyna að viðskiptavinurinn hafi rétt leyfi.

 

SÉRSNIÐINN HUGBÚNAÐUR

Ef Tick Cad ehf. þróar hugbúnað í samræmi við samninginn, þar með talið, ef við á, að vinna eða afhenda tilheyrandi skjalfestingu, leiðbeiningar um notkun eða þess háttar, verður eignarréttur og höfundarréttur hugbúnaðarins og meðfylgjandi efnis í höndum Tick Cad ehf.. Tick Cad ehf. getur þar af leiðandi nýtt sér hann á alla vegu.

Viðskiptavinurinn fær notkunarrétt á þessum hugbúnaði og tengdu efni í samræmi við skilmála samningsins. Sé annað ekki tekið fram í samningnum þýðir þetta ótímabundinn samning sem ekki felur í sér einkarétt og er óframseljanlegur til þess að nota hugbúnaðinn hjá þeirri lögpersónu sem hefur aflað sér þessa réttar og af þeim fjölda notenda sem tilgreindir eru í samningnum. Viðskiptavinurinn hefur eingöngu heimild til þess að afrita, breyta, viðhalda og þróa hugbúnaðinn áfram að því marki sem fastákveðið er í ófrávíkjanlegum reglum laga um höfundarrétt. Nýtingarrétturinn getur verið bundinn því að staðið sé við samninga um viðhald.

Þróa skal og forrita hugbúnað sem Tick Cad ehf. þróar í samræmi við þær leiðbeiningar og tæknilýsingar sem samningsaðilar hafa samið um. Tick Cad ehf. ber eingöngu ábyrgð á því að hugbúnaðurinn uppfylli kröfur tæknilýsinga í samningnum og Tick Cad ehf. ber enga ábyrgð á því hvort hægt sé að samþætta hann, nema það sé tilgreint í samningnum. Tick Cad ehf. ber enga ábyrgð hvað varðar viðhald á sérsniðnum hugbúnaði. Óski viðskiptavinurinn eftir því að hugbúnaðargerðin sé skjalfest skal það tilgreint í samningnum.

Viðskiptavinurinn ber ábyrgð á því að prófa hugbúnaðinn á viðeigandi hátt í prófunarumhverfi sem samsvarar því rekstrarumhverfi þar síðar á taka árangurinn af þróunarstarfi Tick Cad ehf. í notkun til þess að lágmarka mögulegar afleiðingar galla í því sem afhent er. Velji viðskiptavinurinn síðar að setja upp nýjar útgáfur af þeim staðlaða hugbúnaði sem sérsniðni hugbúnaðurinn var þróaður til þess að virka með, ber viðskiptavinurinn ábyrgð á því að tryggja áframhaldandi samþættingu og virkni, og Tick Cad ehf. ábyrgist ekki að sérsniðni hugbúnaðurinn virki með síðari útgáfum.

Tick Cad ehf. ábyrgist að sá hugbúnaður sem þróaður er af Tick Cad ehf. brjóti ekki gegn neinum réttindum þriðja aðila, þar með talinn einka - og höfundarréttur af hvaða tagi sem er.

 

3. hluti: Sérstök ákvæði fyrir standandi þjónustu

 

VIÐBÓTARSKILMÁLAR

Komi sú staða upp að Tick Cad ehf. eigi að reka eða hýsa alla lausn eða hluta af lausn viðskiptavinarins, eða að veita standandi þjónustu til stuðnings eða viðhalds, gilda ákvæðin sem er að finna í 3. hluta sem viðauki við önnur ákvæði skilmálanna.

 

HÝSING

Viðskiptavinurinn ber ábyrgð á því að leggja fram allar nauðsynlegar upplýsingar um tölvuumhverfið sem notað er. Í samningnum skal vera að finna upplýsingar um þörf fyrir samþættingu við aðrar vörur og þjónustu, ef við á, ásamt kröfum til kennistærða uppsetningar og gagnasniða. Annars skal litið á þjónustuna sem staka afhendingu.

Frestist umsaminn upphafsdagur hýsingar um meira en 3 mánuði miðað við umsaminn upphafsdag, er viðskiptavininum heimilt að ógilda saminginn fyrirvaralaust. Viðskiptavinurinn getur ekki gert tilkall af neinu tagi vegna ógildingar og skal greiða Tick Cad ehf. fyrir tímanotkun og annan kostnað á yfirfærslutímabilinu.

 

HUGBÚNAÐUR Tick Cad ehf., BÚNAÐUR, LEIÐBEININGAR O.S.FRV.

Þegar Tick Cad ehf. notar sinn eigin búnað, hugbúnað, leiðbeiningar o.s.frv. í tengslum við afhendingu umsaminna þjónustuþátta, heldur Tick Cad ehf. öllum rétti gagnvart þeim, burtséð frá því hvaða þátt þeir eiga í þjónustunni.

Viðskiptavinurinn ber ábyrgð á því að kynna sér og framfylgja þeim ákvæðum leyfisveitingar sem gilda á hverjum tíma um þann hugbúnað sem Tick Cad ehf. veitir aðgang að sem hluta af þjónustunni. Þrátt fyrir sem sagt er hér að ofan ber Tick Cad ehf. þó ábyrgð á því að tryggja að viðskiptavinurinn geti notað löglega þann hugbúnað sem Tick Cad ehf. veitir aðgang að sem hluta af þjónustunni og eins og það er tilgreint í samningnum.

Sé ekki annað tekið fram í leyfisskilmálum hugbúnaðarins, sem Tick Cad ehf. veitir aðgang að sem hluta að þjónustunni, fær viðskiptavinurinn tímabundinn og óframseljanlegan nýtingarrétt sem ekki felur í sér einkarétt að inniföldum hugbúnaði og vélbúnaði, hjá þeirri lögpersónu sem hefur aflað sér þessa réttar og af þeim fjölda notenda sem tilgreindir eru í samningnum.

Viðskiptavinurinn hefur eingöngu heimild til þess að afrita, breyta, viðhalda og þróa hugbúnaðinn áfram að því marki sem fastákveðið er í ófrávíkjanlegum reglum laga um höfundarrétt eða leyfisveitingunni.

Viðskiptavinurinn öðlast hvorki eignarrétt, höfundarrétt eða annan rétt til búnaðarins, hugbúnaðarins eða annars efnis, svo sem leiðbeiningar og skjalfestingu sem er hluti þess sem afhent er.

 

BREYTINGAR Á UMSÖMDU FRAMLAGI

Óski viðskiptavinurinn eftir því að breyta eðli eða umfangi umsamins framlags, ber viðskiptavininum að senda Tick Cad ehf. skriflega beiðni um breytingu. Tick Cad ehf. mun svo fljótlega taka beiðnina um breytingu til meðferðar og tilkynna viðskiptavininum skriflega hvort hægt sé að verða við beiðninni, þar með talið hvaða afleiðingar framkvæmd breytinga mun hafa á skilmála, verð, þjónustumarkmið o.s.frv. Tick Cad ehf. getur því aðeins hafnað beiðni um breytingar að fyrir hendi sé málefnaleg ástæða.

Tick Cad ehf. hefur rétt til þess að skipuleggja eftir eigin höfði breytingar á þjónustunni, þar með talin notkun á hugbúnaði, vélbúnaði, innviðum og undirverktökum, og getur gert breytingar jafnóðum, þar með talið að skipta út og/eða uppfæra þann hugbúnað sem Tick Cad ehf. notar í tengslum við þjónustuna við viðskiptavininn á meðan það hefur ekki neikvæð áhrif á það hvernig staðið er við umsamdar tæknilýsingar þjónustunnar. Tick Cad ehf. getur einnig skipt um undirverktaka.

Sú heimild að mega ógilda eða draga úr umsaminni þjónustu kallar þó á sérstakt samkomulag viðsemjenda við gerð samningsins.

 

ÞJÓNUSTUMARKMIÐ

Tick Cad ehf. leggur sig fram um að viðhalda miklum upptíma við hýsingu þjónustunnar, en getur ekki ábyrgst að aldrei verði rekstrartruflanir. Tick Cad ehf. leggur sig sömuleiðis fram um að bregðast við í samræmi við góða starfshætti þegar viðskiptavinurinn biður um að fá þjónustu.

Tick Cad ehf. ábyrgist eingöngu að standa við þau sértilgreindu umsömdu samningsmarkmið („SLA“) sem fjallað er um í samningi samningsaðila. Nauðsynlegt er að viðskiptavinurinn uppfylli sínar skyldur samkvæmt samningnum svo hægt sé að ná þannig þjónustumarkmiðum.

 

SKJALFESTING OG LEIÐBEININGAR

Afhending er því aðeins skjalfest að um það sé samið. Eigi t.d. að láta vinna fyrirkomulag stuðnings, rekstrarhandbækur eða sambærilegt, verður kostnaður við það innheimtur sérstaklega og það verður ekki hluti af föstum kostnaði við þjónustuna. Ekki verða afhentar rekstrarhandbækur, leiðbeiningar og annað sem fyrir hendi er án þess að um það hafi verið samið við viðskiptavininn.

Hafi verið samið um að Tick Cad ehf. skuli láta vinna skjalfestingu þjónustunnar eða aðrar leiðbeiningar, er þannig efni afhent með afhendingunni og Tick Cad ehf. ber ábyrgð á því að uppfæra efnið jafnóðum. Þegar gerðar eru breytingar ber Tick Cad ehf. einnig að uppfæra efnið á viðeigandi hátt.

Viðskiptavinurinn getur aðeins afhent þriðja aðila skjalfestingu o.s.frv., sem Tick Cad ehf. hefur unnið eða afhent, í tengslum við það þegar þriðji aðili yfirtekur þjónustu sem samningurinn nær til, samkvæmt sjálfstæðum samningi.

Tick Cad ehf. getur krafist þess að þær upplýsingar séu fjarlægðar úr skjalfestingunni sem litið er á sem viðskiptaleyndarmál.

Viðskiptavinurinn viðurkennir að allt það efni sem tengist þjónustustörfum samkvæmt samningnum sé varið höfundarrétti og í eigu Tick Cad ehf. eða birgis Tick Cad ehf..

 

EIGNARRÉTTUR GAGNA

Viðskiptavinurinn á óskorðaðan eignarrétt sinna eigin gagna, sem eru hluti rekstrar- og hýsingarumhverfisins, ásamt þróunar- og prófunarumhverfi, ef við á.

Þau gögn sem Tick Cad ehf. býr til eða sem verða til sjálfvirkt í hugbúnaði Tick Cad ehf. í tengslum við efndir samningsins, þar með talið eftirlit með því hvernig viðskiptavinurinn nýtir sér rekstrar- eða hýsingarþjónustuna, má Tick Cad ehf. einungis nota til að framkvæma rekstrar- eða hýsingarþjónustuna og til að standa við samninginn gagnvart viðskiptavininum. Gögn má einnig nota í tölfræðilegum tilgangi þegar búið er að gera þau nafnlaus.

Viðskiptavinurinn ber ábyrgð á því að tryggja að farið sé með öll gögn viðskiptavinarins sem skráð hafa verið í rekstrar- eða hýsingarumhverfið, auk þróunar- og prófunarumhverfis, ef við á, í samræmi við gildandi lög um gagnavernd og önnur viðeigandi lög, og að gögnin skaði ekki réttindi þriðju aðila. Viðskiptavinurinn skal bæta Tick Cad ehf. þær kröfur sem Tick Cad ehf. gæti þurft að mæta vegna vinnslu sinnar á gögnum viðskiptavinarins, ef við á.

 

ÖRYGGI OG GÖGN

Tick Cad ehf. skuldbindur sig til þess að tryggja mikið öryggi í tengslum við afhendingu þjónustunnar. Í samræmi við góða starfshætti skal Tick Cad ehf. tryggja efnislega vörn gegn því að óviðkomandi fái aðgang að umhverfi þess, varnir gegn eldsvoða o.s.frv., ásamt því að skipta þjónustunni niður á rökréttan hátt.

Tick Cad ehf. ábyrgist auk þess að samstarfsnet og almennt umhverfi Tick Cad ehf. sé stöðugt varið með dagréttum öryggis- og veiruvarnarforritum í fremstu röð. Tick Cad ehf. ber þó hvorki ábyrgð á óheimilum aðgangi að gögnum viðskiptavinarins né misnotkun þeirra.

Séu skrifaðar skýrslur um endurskoðun, öryggismál eða þess háttar hefur viðskiptavinurinn rétt á því að fá þær í hendur sér að kostnaðarlausu. Tick Cad ehf. er þó heimilt að fjarlægja úr gögnunum trúnaðarupplýsingar, ef einhverjar eru. Viðskiptavinurinn ber að öllu leyti ábyrgð á sínum eigin gögnum, þar með talin heimild til að nota þau í tengslum við þjónustuna og þá meðferð gagna sem það samhengi kallar á.

Viðskiptavinurinn ber ábyrgð á því að tryggja að tekin séu viðeigandi öryggisafrit af gögnum viðskiptavinarins. Tick Cad ehf. ber einungis ábyrgð á því að gögn viðskiptavinarins týnist ef þjónustan felur í sér skyldu til afritunar, og aðeins þá ber Tick Cad ehf. ábyrgð á því að afhenda tilgreinda afritunarþjónustu.

Viðskiptavinurinn ber ábyrgð á því að flytja öll viðeigandi gögn út áður en samningstímabilið rennur út, því öllum gögnum verður eytt án frekari vistunar þegar samningurinn er genginn úr gildi.

 

PERSÓNUUPPLÝSINGAR

Viðskiptavinurinn ber ábyrgð á gögnum og Tick Cad ehf. annast gagnavinnslu hvað varðar persónuupplýsingar sem vistaðar eða unnið með í tengslum við þjónustuna, ef við á. Tick Cad ehf. (sem annast gagnavinnslu) vinnur þau verk eingöngu á grundvelli leiðbeininga viðskiptavinarins (sem ber ábyrgð á gögnunum).

Tick Cad ehf. sér um að hrinda í framkvæmd nauðsynlegum tæknilegum og skipulagslegum öryggisráðstöfunum til að koma í veg fyrir að upplýsingar ónýtist, týnist eða rýrni vegna óhapps eða ólöglega og til þess að koma í veg fyrir óheimilan aðgang, misnotkun eða aðra óheimila meðferð í samræmi við tilskipun um persónugögn. Tick Cad ehf. skal að beiðni viðskiptavinarins veita fullnægjandi upplýsingar þannig að viðskiptavinurinn geti haft eftirlit með því að ofangreindum tækni- og skipulagslegum öryggisráðstöfunum sé framfylgt.

Viðskiptavinurinn ber á hverjum tíma ábyrgð á því að ekki sé unnið með persónuupplýsingar í trássi við tilskipun um persónugögn í rekstrar- og hýsingarumhverfinu. Sé brotið gegn þessari ábyrgð er litið á það sem alvarlegt samningsrof sem heimilar Tick Cad ehf. að segja samningnum upp. Tick Cad ehf. vekur athygli á leiðbeiningum Persónuverndar og ráðleggingum sem hægt er að nálgast á www.datatilsynet.dk.

Viðskiptavinurinn skal bæta Tick Cad ehf. allt tjón, ef svo fer að Tick Cad ehf. valdi tjóni vegna meðferðar persónuupplýsinga í samræmi við fyrirmæli viðskiptavinarins eða í samræmi við samning þennan.

Tick Cad ehf. skal bæta viðskiptavininum allt tjón ef svo fer að Tick Cad ehf. valdi tjóni sem hægt er að heimfæra á meðferð persónuupplýsinga gegn fyrirmælum viðskiptavinarins eða sem brýtur á annan hátt í bága við samninginn, sjá þó lið 0.

 

ÖRYGGISFYRIRMÆLI

Tick Cad ehf. ber að framfylgja gildandi öryggisfyrirmælum viðskiptavinarins, viðbragðsáætlunum hans og öryggisferlum og -reglum, að því marki sem þær hafa verið afhentar Tick Cad ehf. við gerð samningsins. Viðskiptavinurinn ber ábyrgð á því að tryggja að Tick Cad ehf. þekki þessar reglur.

Sé öryggiskröfum breytt á einhvern hátt eða nýjar leiðbeiningar lagðar fram eftir að samningurinn hefur gengið í gildi er litið á það sem breytingu á samningnum.

 

AÐ NOTA UNDIRVERKTAKA

Tick Cad ehf. hefur rétt til þess að nýta sér einn eða fleiri undirverktaka til þess að annast afhendinguna í heild sinni eða hluta hennar. Fari viðskiptavinurinn fram á það skal Tick Cad ehf. gefa viðskiptavininum upplýsingar um það hvaða hlutar verkefnisins séu í höndum undirverktaka.

 

TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR

Heildarkröfur viðskiptavinarins um hlutfallslegan afslátt, bætur og sektir er fyrir hlaupandi 12 mánaða tímabil að hámarki 200% af upphæð þeirri sem viðskiptavinurinn hefur greitt Tick Cad ehf. fyrir hlaupandi afhendingu undanfarna 12 mánuði. Hafi 12 mánaða tímabil enn ekki liðið er takmörkun ábyrgðar reiknuð út sem meðaltal móttekinna greiðslna þá mánuði sem liðnir eru, margfaldað með 12.

Ábyrgð Tick Cad ehf. nær ekki til óbeins tjóns viðskiptavinarins og hún nær heldur ekki til tekjutap viðskiptavinarins og sparnaðar og/eða missis viðskiptavildar.

Litið er á nauðsynleg útgjöld til að takmarka tjón, þar með talið innkaup til að bæta fyrir efni sem ekki var afhent, sem beint tjón. Sé þess nokkur kostur skal viðskiptavinurinn fá athugasemdir Tick Cad ehf. um þannig útgjöld, áður en þau koma til.

Litið er á eðlileg útgjöld viðskiptavinarins til þess að vinna á ný eða endurheimta töpuð eða skemmd gögn sem beint tap, að því gefnu að afbökun gagnanna megi rekja til aðstæðna sem Tick Cad ehf. ber ábyrgð á. Tick Cad ehf. ber þó ekki ábyrgð á tjóni af þessu tagi, hafi viðskiptavinurinn hafnað afritun og að Tick Cad ehf. hafi í tengslum við það gert viðskiptavininum grein fyrir því að hann beri þá sjálfur áhættuna vegna taps eða skemmda á gögnum.

Gildandi ákvæði um takmörkun ábyrgðar ná til tjóns sem verður vegna ólöglegrar meðferðar persónuupplýsinga, þar með talin útgjöld til bóta og greiðslna til þeirra sem skráðir eru. Gerist það að einn eða fleiri hinna skráðu leggi fram kröfu beint til Tick Cad ehf., sem er hærri en hámarksupphæð í takmörkun ábyrgðar, er viðskiptavinurinn skyldugur til þess að sleppa Tick Cad ehf. við að greina muninn á gerðri kröfur og hámarksupphæð í takmörkun ábyrgðar.

Ofangreindar takmarkanir á ábyrgð eiga ekki við um tjón sem rekja má til ásetnings eða grófs gáleysis.

 

SAMNINGUR OG UPPSÖGN

Viðskiptavininum og Tick Cad ehf. er heimilt að segja samningnum upp til framtíðar (ex nunc), að hluta til eða í heild sinni, með skriflegri tilkynningu með að minnsta kosti þriggja mánaða fyrirvara, og tekur hún gildi við lok samningstímabils. Berist uppsögn ekki að lágmarki 3 mánuðum fyrir lok tímabilsins, framlengist samningurinn um samsvarandi samningstímabil, þannig að hægt er að segja samningnum upp með skriflegri tilkynningu með þriggja mánaða fyrirvara, og tekur hún gildi við lok framlengds samningstímabils. Velji viðskiptavinurinn að segja upp hluta samningsins getur Tick Cad ehf. krafist breytinga á skilmálum þeirra hluta samningsins sem ekki var sagt upp, að því marki sem til þess liggja málefnaleg rök.

 

4. hluti: Sérstök ákvæði um hugbúnað

 

VIÐBÓTARSKILMÁLAR

Veiti Tick Cad ehf. viðskiptavininum þjónustu á grundvelli tímagreiðslna sem ekki hefur þegar fallið undir standandi þjónustu samkvæmt 3. hluta, gilda ákvæðin í 4. hluta sem viðauki við önnur ákvæði skilmálanna.

 

STAÐA VIÐSKIPTAVINAR

Fái Tick Cad ehf. aðgang að kerfum viðskiptavinarins í tengslum við þjónustu á grundvelli tímagreiðslna, ber viðskiptavininum að upplýsa Tick Cad ehf. skriflega um þær öryggisráðstafanir eða aðrar leiðbeiningar sem kunna að gilda um aðgang að kerfum viðskiptavinarins, áður en verkið hefst. Sé verkið unnið hjá viðskiptavininum er gert ráð fyrir því að viðskiptavinurinn veiti eftir þörfum aðgang að húsnæði og vinnustað. Viðskiptavinurinn skal einnig tryggja að öll nauðsynleg réttindi séu fyrir hendi gagnvart aðgengi starfsmanna Tick Cad ehf. að kerfum viðskiptavinarins.

 

UM RÁÐGJAFAÞJÓNUSTU O.S.FRV.

Sé ekki annað tekið fram veita þeir ráðgjafar aðstoð sem Tick Cad ehf. hefur valið. Sé um að ræða nafngreinda ráðgjafa er verkið að jafnaði unnið af þeim ráðgjafa sem um ræðir. Tick Cad ehf. áskilur sér þó rétt til þess að geta hvenær sem er skipt ráðgjafa út fyrir annan ráðgjafa með samsvarandi hæfi og frá undirverktaka, ef við á.

Séu ekki gerðar tilgreindar kröfur um árangurs af þjónustu Tick Cad ehf., ber Tick Cad ehf. enga ábyrgð á árangrinum eða því hvort þjónustan er við hæfi, þar sem framlag ráðgjafa byggist eingöngu á tímagreiðslum. Tick Cad ehf. ber ábyrgð á því að tryggja að úrræði fyrirtækisins standist strangar faglegar kröfur og að fullnægjandi hæfi sé til staðar til þess að vinna umsamin verk.

 

VINNUTÍMI

Almennur dagvinnutími ráðgjafa Tick Cad ehf. er frá kl. 08.00 til 16.00 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 08.00 til 15.00 á föstudögum utan skrifstofu. Almennur dagvinnutími ráðgjafa Tick Cad ehf. á aðsetri viðskiptavinarins er mánudaga til föstudaga frá kl. 08.00 til 15.30. Sé þjónusta, sem fast gjald á ekki við um, veitt í tímavinnu utan þessara tímamarka er innheimt fyrir hana með því yfirvinnuálagi sem í gildi er. Vísað er til verðskrár/listaverðs Tick Cad ehf. sem er í gildi hverju sinni en þessar upplýsingar má fá með því að snúa sér til Tick Cad ehf..

 

ÞAGNARSKYLDA

Ráðgjöfum Tick Cad ehf. ber að virða almenna þagnarskyldu hvað varðar þær upplýsingar sem þeir fá aðgang að í tengslum við starf sitt. Gera þarf sjálfstæðan samning um frekari kröfur um þagnarskyldu.

 

HEIMILDIR VIÐSKIPTAVINARINS VARÐANDI FYRIRMÆLI

Tick Cad ehf. ber enga ábyrgð á neinu því tjóni eða skaða sem verður vegna yfirumsjónar viðskiptavinarins með framkvæmd verkefnisins, þegar Tick Cad ehf. útvegar ráðgjafa.

 

5. hluti: Sérstakir skilmálar um sölu í netverslun

 

UPPLÝSINGAR OG SAMNINGSGERÐ

Tick Cad ehf. afhendir vélbúnað, hugbúnað, leigu og ráðgjafaþjónustu samkvæmt pöntun hjá eftirfarandi netverslunum:

www.tickcad.dk, www.tickcad.is, www.tickcad.eu, og www.tickcad.com.

Sé ekkert annað tilgreint er vísað til almennra skilmála.

Ekki er litið svo á að viðskiptavinurinn og Tick Cad ehf. hafi gert með sér endanlegan samning fyrr en Tick Cad ehf. hefur sent skriflega staðfestingu á pöntun í tölvupósti. Sé vara pöntuð á vefsetri Tick Cad ehf. býr kerfið sjálfkrafa til staðfestingu á móttöku sem send er í tölvupósti. Eingöngu er um að ræða rafræna kvittun fyrir móttöku pöntunarinnar.

Þegar pöntunin hefur verið skráð er send staðfesting á pöntun. Viðskiptavinurinn er hvattur til þess að prenta út staðfestingu á pöntun strax eftir móttöku hennar því hún gæti skipt máli sé vöru skilað eða kvörtun lögð fram.

Viðskiptavinurinn þarf að verða skráður í viðskiptaskrá Tick Cad ehf. til að geta lagt fram pöntun.

Reikningur er sendur í tengslum við afhendingu á vöru/þjónustu.

Feli samningur í sér vélbúnað eða hugbúnað gætu auk þess gilt um þá vöru sérstakir skilmálar þriðja aðila sem birgis um leyfi og ábyrgð. Í því sambandi er vísað til almennra skilyrða og 2. kafla: Sérstök ákvæði um hugbúnað

Forsendan fyrir kaupum viðskiptavinarins er sú að skilmálarnir séu samþykktir og er viðskiptavinurinn hvattur til þess að kynna sér skilmálana vandlega.

Allar upplýsingar um framleiðsluvöru og allar tæknilegar upplýsingar eru aðeins til viðmiðs. Viðskiptavinurinn ber fulla ábyrgð á vali á vöru/þjónustu, þar með talið hvort varan/þjónustan virki eins og til er ætlast í áformuðu rekstrarumhverfi viðskiptavinarins.

 

AFHENDING OG VERÐ

Tick Cad ehf. afhendir vörur á heimilisföng innan ESB, auk Færeyja og Grænlands. DHL, GLS, Postnord eða annar viðurkenndur flutningsaðili annast sendinguna.

Tick Cad ehf. sendir frá sér vöruna innan 3 virkra daga nema annað sé tekið fram. Taki afhending lengri tíma en 3 virka daga verður haft samband við viðskiptavininn símleiðis eða í tölvuskeyti.

Allt verð er gefið upp án virðisaukaskatts og sendingarkostnaðar. Afgreiðslugjald er lagt á allar pantanir. Upplýsingar um afgreiðslugjald er að finna í verðskrá/listaverði Tick Cad ehf., sem hægt er að fá í hendur með því að snúa sér til Tick Cad ehf.. Hægt er að greiða með Visa og MasterCard.

Tick Cad ehf. notar greiðslugátt sem tryggir að allar kortaupplýsingar eru sendar dulkóðaðar og að allar kortaupplýsingar eru öruggar.

Tick Cad ehf. samþykkir að afhenda vörur/þjónustu gegn greiðslufresti eftir sjálfstætt mat á greiðsluhæfi viðskiptavinarins. Þá er nettó staðgreiðslufrestur alltaf 8 dagar nema að um annað sé samið skriflega.

Viðskiptavinurinn getur ekki dregið kröfur vegna annarra réttindamála frá kaupverðinu og viðskiptavinurinn getur ekki beitt haldsrétti eða neitað að greiða vegna tafa, kvartana eða gagnkrafa sem varða viðkomandi afhendingu.

Seinki greiðslu bætast 2% dráttarvextir á mánuði auk innheimtugjalds að upphæð kr. 200 á hvert innheimtubréf. Tick Cad ehf. sendir að hámarki þrjú innheimtubréf áður en krafan er send til innheimtu.

 

FYRIRVARI UM EIGNARHALD

Tick Cad ehf. áskilur sér eignarrétt á vörunni þar til borist hefur full greiðsla fyrir það sem pantað var. Að öðru leyti er vísað til liðs 12 „Fyrirvara um eignarrétt og haldsrétt”.

 

RIFTUNARRÉTTUR

Neytendakaup:

Riftunarréttur einstaklinga er 14 dagar frá því að tekið var við vörunni, sbr. lög um neytendakaup. Neytandinn ber þá einungis ábyrgð á rýrnun verðmætis vörunnar, ef við á, sem rekja má til annarrar meðferðar hennar en nauðsynleg er til þess að sýna fram á eðli vörunnar, eiginleika og hvernig hún virkar. Viðskiptavinurinn greiðir sjálfur flutningskostnað ef hann iðrast viðskiptanna og vill senda vöruna til baka. Varan er færð viðskiptavininum til tekna um leið og tekið er við henni. Ekki verður tekið við vörum sem endursendar eru án áður gerðs samkomulags, án sendingarkostnaðar eða gegn póstkröfu.

Kaup í atvinnuskyni:

Almennt séð er enginn riftunarréttur veittur við kaup í atvinnuskyni.

 

KVÖRTUN

Viðskiptavinum í atvinnulífinu er veittur 1 árs kvörtunarréttur frá dagsetningu viðskipta, en samkvæmt lögum um neytendakaup er einstaklingum veittur 2 ára kvörtunarréttur frá dagsetningu viðskipta.

Að öðru leyti er vísað til liðar 11.

 

ÁBYRGÐ

Upplýsingar um ábyrgð og þjónustuskyldum á viðkomandi vörum koma alltaf fram á reikningi vegna kaupanna

Að öðru leyti er vísað til liðar 11.

 

ÞJÓNUSTA RÁÐGJAFA

Sjá almenn skilyrði.

 

PERSÓNUUPPLÝSINGAR

Tick Cad ehf. skráir upplýsingar um viðskiptavini í viðskiptamannaskrá sína. Með upplýsingum um viðskiptavini er að jafnaði átt við firmaheiti viðskiptavinarins, heimilisfang og aðrar samskiptaupplýsingar, þar með taldir tengiliðir ef við á. Upplýsingar um viðskiptavini innihalda mjög takmarkaðar persónuupplýsingar. Tick Cad ehf. ber ábyrgð á þessum upplýsingum og notar þær til þess að senda vörur og tilkynna viðskiptavininum um vandamál vegna umsaminnar sendingar, ef við á. Samstarfsaðilar Tick Cad ehf. geta fengið aðgang að símanúmeri og netfangi viðskiptavinar í tengslum við stuðning.

Tick Cad ehf. ábyrgist að samstarfsaðilar fái aðeins persónuupplýsingar að því marki sem nauðsynlegt er til þess að geta veitt stuðning og að gerðir hafi verið samningar um meðferð persónuupplýsinga við þá samstarfsaðila sem fá persónuupplýsingar frá Tick Cad ehf. áður en samstarfsaðilinn fær aðgang að skráðum persónuupplýsingum.

Viðskiptavinurinn getur hvenær sem er fengið upplýst hvaða upplýsingar Tick Cad ehf. hefur skráð um hann og getur samkvæmt lögum um persónuvernd mótmæli skráningu ef við á.

Að öðru leyti er vísað í stefnu Tick Cad ehf. um meðferð persónuupplýsinga á https://tickcad.dk/privatlivs-politik

 

6. hluti: sérstakir skilmálar um viðskiptavini og námskeið

 

SKILMÁLAR UM NÁMSKEIÐ

Skráning er bindandi og tilkynna þarf um möguleg forföll í síðasta lagi 7 dögum áður en námskeið hefst. Séu forföll tilkynnt síðar er námskeiðsgjaldið ekki endurgreitt. 

Við skráningu er reikningur sendur 7 dögum áður en námskeið hefst.

Ef þú forfallast er þér velkomið að láta samstarfsmann yfirtaka skráningu þína. 

Tick Cad ehf. gerir fyrirvara um breytingar á tíma, stað og gjaldi.