Skilmálar um sölu og afhendingu (B2B)

Eftirfarandi skilmálar um sölu og afhendingu eiga við um sölu og/eða afhendingu hvers kyns þjónustu/afurða af hálfu Tick Cad ApS, CVR-nr. 35254315 til viðskiptavina á atvinnumarkaði. Skilmálarnir gilda nema ótvírætt og skriflega sé samið um annað á milli viðskiptavinar og Tick Cad ApS, burtséð frá því hvort samningurinn er gerður á netinu, í netverslun, tölvupósti, um síma eða á annan hátt.

Milliríkjasamningur Sameinuðu þjóðanna frá 11. apríl 1980 um samninga um milliríkjaviðskipti (CISG) gildir ekki um samninga sem gerðir eru við Tick Cad ApS.

 

Upplýsingar og samningsgerð

 • Forsendan fyrir kaupum viðskiptavinarins er sú að skilmálar þessir um sölu og afhendingu séu samþykktir og er viðskiptavinurinn hvattur til þess að lesa skilmálana vandlega.

 • Gera þarf pöntun til þess að verða skráður viðskiptavinur Tick Cad ApS í viðskiptaskrá fyrirtækisins.

 • Ekki er litið svo á að viðskiptavinurinn og Tick Cad ApS hafi gert með sér endanlegan samning fyrr en Tick Cad ApS hefur sent skriflega staðfestingu á pöntun í tölvupósti. Sé vara pöntuð á vefsetri Tick Cad ApS býr kerfið sjálfkrafa til staðfestingu á móttöku sem send er í tölvupósti. Þetta er ekki staðfesting á pöntun, eingöngu rafræn kvittun fyrir móttöku pöntunar.

 • Þegar pöntunin er skráð er staðfesting á pöntun send. Viðskiptavinurinn er hvattur til þess að prenta út staðfestingu á pöntun strax eftir móttöku hennar því hún gæti skipt máli sé vöru skilað eða kvörtun lögð fram.

 • Reikningur er sendur í tengslum við afhendingu á vöru/þjónustu.

 • Feli samningur í sér vélbúnað eða hugbúnað gætu auk þess gilt sérstakir skilmálar birgis sem þriðja aðila um leyfi og ábyrgð og sem vísað er til. Við þannig aðstæður er um að ræða samning sem viðskiptavinur og birgir sem þriðji aðili gera sín á milli án neinnar ábyrgðar Tick Cad ApS.

 • Allar upplýsingar um framleiðsluvöru og allar tæknilegar upplýsingar eru aðeins til viðmiðs. Viðskiptavinurinn ber fulla ábyrgð á vali á vöru/þjónustu, þar með talið hvort varan/þjónustan virki eins og til er ætlast í áformuðum rekstri viðskiptavinarins.

 

Afhending og verð

 • Tick Cad ApS afhendir efnislegar vörur á heimilisföng innan ESB, auk Færeyja og Grænlands.

 • Efnislegar vörur eru afhentar með aðkomu Post Nord, UPS, GLS eða annars viðurkennds flytjanda.

 • Tick Cad ApS sendir frá sér vörur innan þriggja daga nema annað sé tekið fram.

 • Taki afhending lengri tíma en þrjá daga er haft samband við viðskiptavininn símleiðis eða í tölvuskeyti.

 • Hægt er að leggja fram pöntun á leyfum (óefnislegum afurðum) hvaðanæva að og fer afhending fram innan 24 klukkustunda frá gerð endanlegs samnings, nema annað sé tekið fram í pöntunarstaðfestingu Tick Cad ApS.

 • Verð er alltaf gefið upp án virðisaukaskatts og annarra gjalda auk sendingarkostnaðar.

 • Lagt er afgreiðslugjald að upphæð kr. 85 án vsk. á allar pantanir.

 • Hægt er að greiða með Visa og MasterCard. Tick Cad ApS notar greiðslugátt sem tryggir að allar kortaupplýsingar eru sendar dulkóðaðar og að allar kortaupplýsingar eru öruggar.

 • Tick Cad ApS samþykkir að afhenda vörur/þjónustu gegn greiðslufresti eftir sjálfstætt mat á greiðsluhæfi viðskiptavinarins. Þá er nettó staðgreiðslufrestur alltaf 8 dagar nema um annað sé samið skriflega.

 • Viðskiptavinurinn getur ekki dregið kröfur vegna annarra réttindamála frá kaupverðinu og viðskiptavinurinn getur ekki beitt haldsrétti eða neitað að greiða vegna tafa, kvartana eða gagnkrafa sem varða viðkomandi afhendingu.

 • Seinki greiðslu eru lagðir á 2% dráttarvextir á mánuði auk innheimtugjalds að upphæð kr. 100 á hvert innheimtubréf. Tick Cad ApS sendir að hámarki þrjú innheimtubréf áður en krafan er send til innheimtu.

 

Fyrirvari um eignarhald

 • Tick Cad ApS áskilur sér eignarrétt á vörunni þar til borist hefur full greiðsla fyrir það sem pantað var.

 

Riftunarréttur

 • Ekki er um neinn riftunarrétt að ræða nema að ófrávíkjanlegar lagareglur gildi um samning viðskiptavinar við Tick Cad ApS þannig að viðkomandi hafi riftunarrétt samkvæmt þeim. Við þær aðstæður er riftunarréttur túlkaður eins þröngt og mögulegt er.

 

Kvörtun

 • Veittur er eins árs réttur frá dagsetningu viðskipta til að kvarta. Vilji viðskiptavinur áskilja sér rétt vegna galla/vöntunar skal kaupandi tilkynna Tick Cad ApS um það strax eftir að galli/vöntun uppgötvaðist og gera grein fyrir því skriflega hver gallinn/vöntunin er. Hafi viðskiptavinur uppgötvað eða hefði átt að uppgötva gallann/vöntunina en hefur ekki lagt fram kvörtun eins og tilgreint er getur viðskiptavinurinn ekki síðar vísað til viðkomandi galla/vöntunar.

 • Þegar vöru er skilað vegna kvörtunar skal tilgreina RMA-nr. og láta fylgja afrit af kaupsamningi. RMA-nr. má fá með því að snúa sér til Tick Cad ApS.

 

Ábyrgð og takmörkun ábyrgðar

 • Gerð er grein fyrir ábyrgð og þjónustuskyldum á viðkomandi vörum og þessar upplýsingar eru alltaf skráðar á reikning vegna kaupanna.

 • Tick Cad ApS ber ekki ábyrgð á göllum og vöntun sem meðal annars má rekja til breytinga sem viðskiptavinurinn hefur gert, viðgerða annarra en Tick Cad ApS eða þjónustusamstarfsaðila Tick Cad ApS, bilana sem tengjast hugbúnaði, gagnataps og ófullnægjandi afritunar, þar með talið í tengslum við uppsetningu, stuðning o.fl., rangrar uppsetningar, óstöðugs rafstraums, rangrar tengingar eða afleiddra bilana vegna notkunar annars tengds búnaðar.

 • Tick Cad ApS greiðir bætur eða afslátt af kaupverði vegna galla eða vöntunar á seldri vöru eða þjónustu samkvæmt almennum reglum danskrar löggjafar, sé ekki bætt úr gallanum eða vöntuninni innan sanngjarns frests eftir móttöku kvörtunar sem send er á réttum tíma. Þó eru ekki greiddar bætur vegna óbeins tjóns, t.d. rekstrartjóns, taps á hagnaði eða annars afleidds tjóns sem heimfæra mætti á viðeigandi galla eða vöntun. Þessi takmörkun á ábyrgð Tick Cad ApS gildir ekki ef rekja má heimfærðan galla eða vöntun á viljandi eða mjög gáleysislega framkomu af hálfu Tick Cad ApS.

 • Ábyrgð Tick Cad ApS gagnvart viðskiptavini takmarkast við þá upphæð sem greidd var samkvæmt kaupsamningi viðskiptavinar.

 

Persónuupplýsingar

 • Tick Cad ApS skráir upplýsingar um viðskiptavini í viðskiptamannaskrá sína. Með upplýsingum um viðskiptavini er að jafnaði átt við firmaheiti viðskiptavinarins, heimilisfang og aðrar samskiptaupplýsingar, þar með taldir tengiliðir ef við á. Upplýsingar um viðskiptavini innihalda mjög takmarkaðar persónuupplýsingar. Tick Cad ApS ber ábyrgð á þessum upplýsingum og notar þær til þess að senda vörur og tilkynna viðskiptavininum um vandamál vegna umsaminnar sendingar, ef við á. Samstarfsaðilar Tick Cad ApS geta fengið aðgang að símanúmeri og netfangi viðskiptavinar í tengslum við stuðning.

 • Tick Cad ApS ábyrgist að samstarfsaðilar fái aðeins persónuupplýsingar að því marki sem nauðsynlegt er til þess að geta veitt stuðning og að gerðir hafi verið samningar um meðferð persónuupplýsinga við þá samstarfsaðila sem fá persónuupplýsingar frá Tick Cad ApS áður en samstarfsaðilinn fær aðgang að skráðum persónuupplýsingum.

 • Þú getur hvenær sem er fengið upplýst hvaða upplýsingar Tick Cad ApS hefur skráð um þig og samkvæmt lögum um persónuvernd getur þú mótmæli skráningu ef við á.

 • Hafir þú gefið upp netfang og símanúmer, ef við á, færðu sendar fréttir og tilboð. Þú getur hvenær sem er afskráð þessa þjónustu með tölvupósti á tickcad@tickcad.dk eða með því að hringja í síma 72 118 184.

 • Að öðru leyti er vísað á stefnu Tick Cad ApS um meðferð persónuupplýsinga http://tickcad.dk/om-tick-cad/persondatapolitik

 

 Þjónusta ráðgjafa

 • Eðli og umfang þjónustu ráðgjafa er skilgreint sérstaklega og skriflega. Sé eðli og umfang ekki tilgreint innheimtir Tick Cad ApS greiðslur á grundvelli tímareiknings skv. gildandi verðlista.

 • Þjónusta stuðningsráðgjafa er veitt á almennum vinnutíma, þ.e. kl. 8.00 til 16.00 frá mánudegi til föstudags (á miðevrópskum tíma) nema um annað sé samið skriflega. Tick Cad ApS hefur rétt til þess að nýta sér undirverktaka.

 

Skilmálar um námskeið

 • Skráning er bindandi og tilkynna þarf um forföll, ef við á, í síðasta lagi 7 dögum áður en námskeiðið hefst. Séu forföll tilkynnt síðar er námskeiðsgjaldið ekki endurgreitt. 

 • Við skráningu er reikningur sendur 7 dögum áður en námskeið hefst.

 • Ef þú forfallast er þér velkomið að láta samstarfsmann yfirtaka skráningu þína. 

 • Tick Cad ApS gerir fyrirvara um breytingar á tíma, stað og gjaldi.

 

Neyðaraðstæður (Force Majeure)

 • Tick Cad ApS getur ekki borið ábyrgð á seinkunum eða því að ekki tekst að uppfylla kaupsamning, megi rekja ástæðuna til hindrana sem við ráðum ekki við, svo sem til framleiðslutruflana, eldinga, langvarandi rafmagnsleysis, verkfalla, netglæpa, afskipta stjórnvalda, hafta af hálfu hins opinbera og/eða áhrifa þessara þátta eða annarra ófyrirsjáanlegra atvika.

 

Sjálfstæði einstakra greina

 • Fari svo að litið verði á eitt eða fleiri ákvæði skilmála þessa sem ógild skulu önnur ákvæði engu að síður gilda á milli viðskiptavinar og Tick Cad ApS.

 

Lög og varnarþing

 • Komi annað ekki fram af ófrávíkjanlegri löggjöf gilda dönsk lög um viðskipti Tick Cad ApS og viðskiptavinarins og komi til ágreinings skal úr honum skorið af dönskum dómstólum þar sem héraðsdómstóll Horsen er varnarþing.

 

Breytingar á skilmálum um sölu og afhendingu

 • Tick Cad ApS getur fyrirvaralaust gert breytingar á þessum skilmálum um sölu og afhendingu vegna síðari afhendingar/þjónustu.

 

 • Breyttir skilmálar gilda því aðeins um þegar gerða samninga að um það sé samið og það staðfest skriflega.