Leitum að sölumanni með reynslu og drifkraft

Hefurðu brennandi áhuga á sölu á lausnum til stórra sem smárra iðnfyrirtækja? Og ef þú hefur reynslu af flæðinu milli þróunar og framleiðslu, þá ertu sá sem við erum að leita að!

Tick Cad hefur þróast hratt síðustu 3 ár, starfsmannafjöldi þrefaldast, þökk sé eigin þróunar á hugbúnaði fyrir Autodesk CAD lausnir fyrir hönnun, iðnað og smíði. Það hefur tryggt okkur trausta og góða stöðu á íslenskum og dönskum mörkuðum.

Við erum að leita að sölumanni sem getur hjálpað okkur að miðla þekkingu og gildum í kringum lausnir byggðar á Autodesk Revit, Inventor, Vault og Tick Tool. Einnig seljum við Leica 3D Laserscanner og Matterport scanner/myndavélatækni til uppmælingar ofl..


Hjá Tick Cad færð þú

  • stöðu í litlu en ört vaxandi fyrirtæki þar sem þú getur hjálpað til við að móta stefnuna
  • rými til að nota reynslu þína við að bera kennsl á og búa til lausnir
  • að leysa hér og nú verkefni og einnig langtímaverkefni 
  • 17 góða samstarfsmenn og áhrif á þróun fyrirtækisins 


En..

þú verður að vera heilsteypt manneskja sem hefur löngun til að taka að sér víðtækt samstarf jafnt innan sem utan fyrirtækis. Að auki þarftu að vera lausnamiðuð eða allt að nördaleg í sambandi við að þjónusta viðskiptavini og samstarfsfyritæki með það að markmiði að þekkingamiðlun og samstarf séu aðalatriðin.

Við leytum að

  • þér, sem hefur sterkan söluferil að baki og ert ”veiðimaður”
  • þér, sem er rekinn áfram af sýnilegum árangri 
  • þér, sem hefur reynslu af sölu á lausnum 
  • þér, sem ert virkur og nýtur þess að starfa í góðum hóp. 


Við vitum að enginn getur allt en hitt má læra.

Hvað felst í þessu.

  • Laun í samræmi við hæfni

Umsókn
Senda tölvupóst á Finn P Fróðason: finnurp@tickcad.is
Umsóknir eru trúnaðarmál milli þín og Finns.

Starfsbyrjun: Sem fyrst.
Vinnustaður: Reykjavik

To Top