Tick Cad - Covid-19 politik

COVID-19 stefna Tick Cad

COVID-19 heldur áfram að herja á og við hjá Tick Cad fylgjum tilmælum yfirvalda.

Sem fyrirtæki sem veitir lausnir er það oft kostur að við hittumst augliti til auglitis, þar sem að hægt er að veita upplýsingar, kennslu og hjálp við uppsetningu meðal annars.  Þegar við metum að grundvöllur sé fyrir fundi augliti til auglitis, verðum við að tryggja að öryggið sé í fyrirrúmi og á sama tíma að upplifunin sé góð, bæði fyrir þig sem viðskiptavin sem og starfsmenn Tick Cad.  Þess vegna höfum við útbúið nokkrar grunn leiðbeiningar fyrir fundi sem eru augliti til auglitis.

 

Leiðbeiningar fyrir fundi augliti til auglitis

  • Við heilsumst ekki með handabandi
  • Við sprittum hendur og höldum góðri fjarlægð
  • Yfirborð, handföng og fleira er sprittað fyrir og eftir heimssókn
  • Fyrir og eftir námsskeið er vélbúnaður sóttheinsaður og passað er uppá að halda góðri fjarlægð þegar pásur eru haldnar
  • Allir starfsmenn hafa fengið grímur og munu nota þær frá inngangi að fundarherbergi
  • Við viljum líka endilega fyrirfram fá ykkar reglur í sambandi við Corona

 

Smitarakning

Ef koma skyldi í ljós að starfsmaður frá Tick Cad reynist smitaður af Corona munu allir sem hafa verið í nánu sambandi við hann/hana síðustu 14 daga vera látnir vita.

Ef að starfsmaður hjá ykkur reynist smitaður og hefur verið í nánu sambandi við okkur, byðjum við einnig um að haft verði samband strax við okkur svo að hægt sé að koma í veg fyrir frekari smit.

 

Með þökk fyrir skilningin og við hlökkum til að sjá þig!

Nánari upplýsingar veitir Finnur P. Fróðason í síma: 552 3990 eða á netfanginu: [email protected]