Fyrirtækið SteelXperts sem er staðsett í Holstebro mannar um 50 starfsmenn, hefur í næstum tvo áratugi gegnt forystu í Danmörku sem birgir í vöruflokknum ryðfrítt stál. Þeir eru sérhæfðir í pípu- og stálsmíði fyrir matvælaiðnað.

Langtíma stefnan er að auka gæði með 3D laserskönnun

Með langtíma stefnu til að hámarka viðskiptin og auka gæði, fjárfesti SteelXperts í 3D-skanna.  Leica BLK360 fyrir laserskannanir og til að búa til nákvæm punktaský framleiðslustöðva og Matterport Pro2 3D myndavél fyrir sýndarveruleika og nákvæma sköpun. 

SteelXperts ákvað að prófa nýju skannana í tilteknu verkefni í tengslum við byggingu mjólkurvinnslu, þar sem SteelXperts framleiddi rör til framleiðslustöðvarinnar.

Nýju þrívíddarskannarnir tveir áttu að hluta til að tryggja gögn um afhendingu. Bæði heildaruppsetninguna og einstaka undirhluta með mikilli nákvæmni, auk þess að tryggja að SteelXperts gæti framleitt vöruna með mikilli nákvæmni áður en þeir láta hana frá sér. Fyrir þessu voru tvær ástæður: Þar sem viðskiptavinurinn var matvælaframleiðandi voru mjög strangar kröfur um hollustuhætti. Í hvert skipti sem starfsmaður yfirgaf verksmiðjusalinn þurfti viðkomandi að fara í gegnum mjög fyrirferðarmikið sótthreinsunarferli til að koma aftur inn. Þess vegna þurfti að halda því í lágmarki að yfirgefa bygginguna til að gera breytingar.

Einnig þurfti að lágmarka aðlögun af umfangsmiklum aðgerðum, sem venjulega krefjast flutninga mannskaps í verksmiðjuna í Holstebro, þar sem um mjög langt ferðalag var að ræða.

”Fyrir okkur hefur það mikla þýðingu að við getum bara farið inn einu sinni á staðinn. Markaðurinn okkar er að stórum hluta í matvælaiðnaði og hér eru kröfur um hollustuhætti afar háar. Það getur tekið allt að klukkutíma að komast frá útidyrahurðinni í framleiðsluhöllina þar sem uppsetningin á að fara fram. Þess vegna er tækifæri fyrir okkur að hafa alla þætti forsmíðaða og að þeir passi fullkomlega. Með þrívíddarskönnunum höfum við öll nauðsynleg markmið”.
Ivan Koefoed-Pedersen Framleiðslutæknir, SteelXperts

Tick Cad 3d laserscanning Steelxperts

Skjalagerð og gríðalegur tímasparnaður með 3D laserskönnun

Í þessu tiltekna verkefni gat SteelXperts gert skannanir með nákvæmum mælingum bæði á staðnum og framleiðsluverksmiðjunni og þannig verið viss um að allir þættir pössuðu nákvæmlega og ekki yrði þörf á frekari aðlögun fyrir uppsetninguna. Með þrívíddarskönnunum bæði á staðnum og framleiðslustöðinni gat SteelXperts einnig haft málin til að geta útvegað það framleiðsluefni sem mjólkurstöðin þarf án frekari mælinga.

Til lengri tíma litið geta SteelXperts notað þessa reynslu sína með mjólkurstöðinni fyrir öll sín framtíðar verkefni. Með viðskiptavinum um allt land og erlendis, þýðir þetta að þeir geta framleitt hluta sem ekki þurfa aðlögun síðar, sem eykur ekki aðeins öryggi á gæðum afurða þeirra, heldur mun einnig hugsanlega takmarka þörfina fyrir ferðalög og veita mjög mikinn sparnað – semsagt sparnaður á bæði tíma og peninga.

”Við munum nota 3D skannanir í öllum verkefnum okkar. Það er augljóst að þetta þýðir mikla hagræðingu í framleiðslu okkar. Við erum líka að íhuga að bjóða öðrum smærri smiðjufyrirtækjum að annast skannanir fyrir þau. Þetta verður sérstaklega þægilegt þegar við vinnum í samvinnu við aðra um verkefni. Þá hafa allir aðgang að nákvæmum mælingum og tækifæri til að forsmíða þætti sem passa strax”.
Ivan Koefoed-Pedersen Framleiðslutæknir, SteelXperts
 

Að veita fullnægjandi gögn um afhendingu styður einnig stefnuna og er útfærsla á yfirlýsingu SteelXpert um að vera birgir með mjög mikla trúverðugleika.

SteelXperts 3D scanningsløsninger

HARDWARE: Leica BLK360 laserskanni Matterport Pro2 3D myndavél

SOFTWARE: SteelXperts var nú þegar í viðskiptum hjá TickCad og stór notandi af Autodesks PD&M Collection, þá sérstaklega Inventor Professional, þar sem auðvelt er að hlaða öllum gögnum úr skönnununum til síðari vinnslu.  Sérstaklega til að styðja við Leica BLK360 fjárfestu SteelXperts einnig í CloudWorx og Cyclone Register 360 BLK Edit

Lestu einnig:

3 mikilvægir kostir við að nota 3D laserskanna við mælingar

Frá 3D skanna til punktskýs á mettíma 

Skannaðu með Matterport og Leica BLK360 saman

Leica Cyclone FIELD 360 Quick Plan