HITSA er danskur hönnuður og framleiðandi úti mubla(bekkir, hjólaskúrar og fl.) sem mest tegnist hjólreiðum, fyrir bæi og borgir. Fyrirtækið framleiðir í eigin aðstöðu og leggur áherslu á hönnun, handverk og gæði. Bekkirnir þeirra, pollar, hjólagrindur og tjaldhimnar skapa þægilegt og gott umhverfi fyrir hjóla og útiverur fólk.
Með um það bil 100 starfsmenn og starfsstöðvar í Danmörku, Svíþjóð og Lettlandi, býður HITSA meðal annars uppá kunnáttu í smíðaverkefnum, trésmíði, málun, smíði, sölu og samsetningu.
Þar sem HITSA er staðráðið í að bjóða upp á félagslega þátttöku sem og umhverfislega sjálfbærni, þá leggja þeir mikið í heiðarleika, ábyrgð og að setja viðskiptavininn í miðju alls þess sem þeir gera og framleiða.
Eftir því sem starfsemin heldur áfram að vaxa koma stöðugt upp nýjar þarfir. Til þess að mæta þessum framtíðarþörfum leitast HITSA við að hámarka gagnauppbyggingu og gagnaferla hvar sem er hvenær sem er.
Þessi undirbúningur gagnastjórnuninnar fyrir framtíðina og ferla sameining á öllum stöðum mun gagnast fyrirtækinu mjög mikið. Það gerir inngöngu nýrra starfsmanna einsleit, óháð stöðu þeirra. Fjarvinna verður aðgengilegri eftir því sem verkefnin eru hagrædd og samstarf innan og á milli teyma styður það enn frekar. Auk þess eru samskipti við undirbirgja og kaupendur efld og rétt gögn tryggð alla leið.
Á endanum hjálpar bætt gagnastjórnun HITSA að spara tíma, peninga og að viðhalda háu gæðastigi.
Markmið verkefnis HITSA eru vegna þess að þörf er fyrir örugga vinnuferla og gagnauppbyggingu sem henta fyrir fyrirtækja þróun og vöxt.
HITSA vill halda þétt utan um hönnunargögn og um leið tryggja réttmæti þeirra. Þeir vilja óaðfinnanlega samþættingu frá Vault við ERP kerfið sitt, þannig að þeir hafa aðeins eitt viðmót fyrir skjöl. Þeir leitast við að hafa samræmda gagnauppbyggingu og straumlínulagað gagnaferli.
Öll þessi markmið til samans munu veita HITSA tímasparandi ferli, sjálfvirkara verkflæði og gagnaflæði, ásamt lágmarks villum og bættri gæðatryggingu.
Tick Cad hefur í samstarfi við forstjóra verkfræðideildar HITSA sett sig fram til að hanna lausn sem mætir komandi áskorunum og uppfyllir tilætluð markmið.
HITSA ætlar að innleiða samþættingu á milli Autodesk Inventor, Vault Professional og Microsoft Navision. Með einu viðmóti fyrir skjöl þurfa starfsmenn aðeins að slá inn gögn á einum stað. Þetta þýðir að starfsmenn þurfa ekki að óttast gagnatap, gagnavandamál eða villur í gagnaflutningi.
Viðbót á Tick Tool Job Server fyrir sjálfvirkt niðurhal á gagnaskrám tryggir að allar deildir og staðir hafi réttar upplýsingar á réttum tíma, án villna eða misskilnings.
Afrakstur árangursríkrar innleiðingar gagnaferla og samþættingar Autodesk Inventor, Vault Professional og Navision hjá HITSA verður enn skilvirkari og arðbærari vegna tímasparnaðar ferla, sjálfvirkari vinnuferla og gagnaflæðis og bættrar gæðatryggingar.
Að auki þýða rétt gögn að fyrirtækið uppfyllir stefnumótandi markmið um sjálfbærni, þar sem efnisnotkun er hagrætt og færri fjármunir fara til spillis við framleiðslu hverrar einstakrar vöru.
Með réttri stefnu og áætlun um uppbyggingu gagna er gæðatrygging aukin á sama tíma og fjöldi villna er lágmarkaður. Með samstarfi við Tick Cad ræðst HITSA á óþarfa vinnuferla og hámarkar skilvirkni með samþættingu á milli Autodesk hugbúnaðar og hugbúnaðar þriðja aðila.
Þetta setur HITSA upp fyrir bjarta og enn sjálfbærari framtíð.
Nauðsynlegt er að velja möguleika fyrir tiltekinn hlut. Eller kort version – velja möguleika