Tick Cad eykur enn við vöruúrval sitt og er nú umboðsaðili fyrir Leica BLK ARC.

Hinn einstaki BLK ARC þrívíddarskanni var hannaður og þróður til að skanna alveg sjáflvirkt, með lágmarks þátttöku starfskrafts. Með því að festa skannan á vélmenni t.d. Boston Dynamic Spot eða farartæki safnar skanninn mikilvægum gögnum og býr til stafrænar tvinnanir á skilvirkan og þægilegan hátt.

Jeppe Bank viðskiptaþróunarstjóri hjá Leica Geosystems sem er hluti af Hexagon, segir:

"Þegar við ákváðum að auka samstarfið við Tick Cad var það vegna þess að við teljum markaðina í Danmörku og á Íslandi tilbúna fyrir háþróaða tækni Leica BLK ARC. Sérfræðiþekking Tick Cad á CAD, SCAN og PLM, auk reynslu þeirra af hinum Leica skönnunum – BLK360, BLK2GO, RTC360 – vissum við að BLK ARC væri í traustum höndum.“

BLK ARC í stuttu máli:

  • Framkvæmir skönnunarverkefni sjálfstætt með lágmarks íhlutun notanda.
  • Hægt að festa á vélmenni, vélar, farartæki osfrv.
  • Bætir vélmennaleiðsögn og býr til nákvæm þrívíddarpunktaský.
  • Tekur bæði kyrrstöðu- og hreyfanlegar skannanir í einu og sama verkefni (static and mobile scanning).
  • Getur endurtekið skannverkefni sjálfkrafa til að uppfæra verkefnastöðu og breytingar á framkvæmdasvæði.
BLK_Premium_Partner_bage-02

BLK ARC hentar mjög víða eins og eignaumsjón mannvirkja, viðhald og eftirlit innviða, mannvirkjagerð, flutninga og framleiðslu.

Með notendavænu vafraviðmóti er hægt að skipuleggja skönnunarleiðir með því að nota fyrirliggjandi teikningar eða þrívíddarlíkön af byggingu (BIM) – jafnvel þar sem eru stór rými með hátt flækjustig. Þetta gerir fyrirtækjum kleift að spara tíma og láta BLK ARC skanna flókið eða hættulegt umhverfi á meðan notandinn er áfram á öruggum stað.

Um Tick Cad

Tick Cad sérhæfir sig í CAD, SCAN og PLM lausnum og býður ráðgjöf, stuðning, uppsetningar og frorritun fyrir Autodesk lausnir. Auk þess selur Tick Cad og þjónustar Leica vélb- og hugbúnað ásamt Matterport skannlausnum.

Sem Leica BLK Premium samstarfsaðili höfum við þekkingu og getu til að koma þér beint í mark með 3D leysiskönnun.
Tick Cad er með starfstöðvar í Horsens í Danmörku og Garðabæ á Íslandi.

Um Leica Geosystems part of Hexagon

Leica Geosystems þróar, framleiðir og selur vörur, kerfi og lausnir fyrir mælingar í byggingar- og framleiðsluiðnaði. Sýn Leica er að skapa sjálfstæða framtíð fyrir mælingar og gagnasöfnun og vinnur að því að þróa nákvæmar lausnir sem færa viðskiptavinum þeirra skilvirkni og sjálfvirkni.