1. ágúst 2024: NTI Group, leiðandi alþjóðlegt hugbúnaðar- og þjónustufyrirtæki fyrir byggingar-, hönnunar-, framleiðslu-, fjölmiðla- og afþreyingariðnaðinn, tilkynnir hér með kaup á Tick Cad. 

NTI tilkynnir að hið danska Tick Cad hafi verið keypt og verði hluti af NTI í Danmörku. Eftir kaupin mun NTI í Danmörku hafa yfir 150 starfsmenn. 

Tick ​​​​Cad var stofnað árið 2013 og er danskt/íslenskt einkafyrirtæki með 23 starfsmenn. Tick Cad er í dag viðurkenndur Autodesk Gold Partner, Leica Geosystem Premium BLK Partner og Matterport ElitePlus Partner með skrifstofur í Horsens og Garðabæ. Tick ​​​​Cad selur og þjónustar hug- og vélbúnaðarlausnir auk þess að hanna og þróa sinn eigin hugbúnað. Fyritækið veitir ráðgjöf og heldur námskeið fyrir byggingar- og framleiðsluiðnaðinn. Tick Cad hefur sérhæft sig í þrívíddar skannlausnum, 3D, og lagt áherslu á að bjóða sínum viðskiptavinum heildarlausn, skönnun og hönnun.

 

Vertu hluti af sterkum alþjóðlegum hópi
"Með tilkynningu um nýtt kaupaferli hjá Autodesk í september nk. og til að tryggja viðskiptavinum okkar bestu mögulegu kjör, höfum við metið það svo að með því að gerast hluti af NTI gætum við sinnt okkar viðskiptavinum enn betur,“ segir Karina H. de Lichtenberg, forstjóri og meðeigandi í Tick Cad.  „Þannig tryggjum við að viðskiptavinir okkar fái samstarfsaðila sem getur stutt við og hjálpað þeim að þróa viðskipti sín enn frekar með aðgengi að meiri sérfræðiþekkingu sem spannar fleiri svið starfseminnar. Á sama tíma mun kjarnaþekking Tick Cad, einsog viðskiptavinir okkar þekkja, halda áfram undir merkjum NTI.“

Eftir kaupin mun Karina H.de Lichtenberg stýra nýju sviði innan NTI sem mun þróa lausnir fyrir þrívíddar leysiskönnun. 
Leif Jessen Hansen mun í samstarfi við nýja samstarfsaðila hjá NTI halda áfram þróun á Tick Tool. Notendum Tick Tool verður tryggð áframhaldandi framþróun á verkfærum Tick Tool lausnarinnar.
 
Aukin hæfni á sviði skönnunar
Johan Harrestrup, forstjóri NTI í Danmörku, segir: „Við hlökkum til að taka á móti bæði nýjum viðskiptavinum og samstarfsfólki. Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinurinn sé í forgrunni og við getum aðstoðað þá til að verða enn betri. NTI hefur marga sérfræðinga sem eru reiðubúnir að veita ráðgjöf og aðstoða á spennandi tímum, með áherslu á aukna stafræna væðingu en á sama tíma að sinna henni á sjálfbæran hátt. Við hlökkum líka til að öðlast aukna færni á sviði skönnunar. Við lítum á þetta sem mikilvægt og vaxandi svið sem fellur vel að aukinni áherslu á t.d.  endurbætur á byggingum og stafrænni væðingu og erum ánægð með að Karina H. de Lichtenberg hafi samþykkt að leiða þetta svið. Hvort sem þú ert að vinna á byggingarsvæði, sinna eignastjórnun eða hanna flóknar vélar, þá eru stafrænir tvíburar byggðir á 3D leysiskönnun og það að fanga raunveruleikann, orðnir ómissandi í atvinnugreinum eins og arkitektúr, verkfræði, smíði og framleiðslu."


NTI Danmark
NTI Danmörk er hluti af NTI Group. NTI Group er Autodesk Platinum Partner og meðal stærstu samstarfaðila Autodesk í heiminum, með meira en 900 starfsmenn í Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Íslandi, Ítalíu, Noregi, Spáni, Svíþjóð, Hollandi, Englandi og Brasilíu. NTI Group er leiðandi alhliða veitandi stafrænna lausna fyrir byggingar-, hönnunar-, framleiðslu-, fjölmiðla- og afþreyingariðnaðinn. NTI Group er frá árinu 2022 í eigu norrænu einkahlutafélaganna Axcel. Sjá hér frekari upplýsingar: www.nti-group.com og www.nti-group.com/dk.

 

Tick Cad
Tick ​​​​Cad var stofnað árið 2013 og er danskt/íslenskt einkafyrirtæki með 23 starfsmenn. Tick Cad er í dag viðurkenndur Autodesk Gold Partner, Leica Geosystem Premium BLK Partner og Matterport ElitePlus Partner með skrifstofur í Horsens og Garðabæ. Tick ​​​​Cad selur og þjónustar hug- og vélbúnaðarlausnir auk þess að hanna og þróa sinn eigin hugbúnað. Fyritækið veitir ráðgjöf og heldur námskeið fyrir byggingar- og framleiðsluiðnaðinn. Tick Cad hefur sérhæft sig í þrívíddar skannlausnum, 3D, og lagt áherslu á að bjóða sínum viðskiptavinum heildarlausn, skönnun og hönnun.

 

Vanti þig  frekari upplýsingar, hafðu þá vinsamlegast samband við:

Steen Alexander CEO, NTI Group    e-mail: [email protected] mobile: +45 2149 2140

Jesper Kalko Direktør, NTI Group    e-mail: [email protected] mobile: +45 2161 7239

Johan Harrestrup Direktør, NTI Danmark    e-mail: [email protected] mobile: +45 2888 4460

Karina H. de Lichtenberg Direktør, Tick Cad    e-mail: [email protected]    mobile: +45 2258 7807

Leif Jessen Hansen Partner, Tick Cad    e-mail: [email protected]    Mobile: +45 2258 0519